Velkomin á vefsíðu Félags sálgreina á Íslandi

Félagið var stofnað í desember 2004 og er opið þeim sem hafa lokið viðurkenndu námi í sálgreiningarmeðferð. Markmið félagsins er að tryggja að þeir sem nota starfsheitið sálgreinir uppfylli viðhlítandi kröfur um menntun og faglega hæfni. Þá er félaginu ætlað að efla faglega meðferðarvinnu sálgreina og stuðla að umræðu um sálgreiningu í íslensku samfélagi.

Á vefsíðunni er að finna upplýsingar um félagið, sálgreiningu og þá sem hana stunda hér á landi.