Félagar

Björg Sveinsdóttir

Björg Sveinsdóttir er stúdent frá MH og lauk B.S. í líffræði frá HÍ 1982. Starfaði við rannsóknarstofnanir í líffræði og kom að stundakennslu. Nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og síðan Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Útskrifaðist úr málunardeild 1987. Hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í einni samsýningu. Tók þátt í stofnun Lífssýnar – samtaka um sjálfsþekkingu 1987. Starfaði við listmeðferð á hópmeðferðardeild Geðdeildar Borgarspítala. Lauk réttindanámi í sálgreiningu við Arbours Association í London 1998. Sinnti ýmsum störfum meðfram námi s.s. starfsmaður í sambýlum og á meðferðarstofnun fyrir börn á grunnskólaaldri. Hefur frá útskrift rekið eigin stofu sem sálgreinir samhliða störfum á stofnunum, bæði í London og Reykjavík. Hefur starfað við dagþjónustu fyrir fólk með geðræn vandamál í London og á Geðsviði Landspítala. Flutti aftur til Íslands 2012 og rekur nú meðferðarstofu í Reykjavík.

Björg er meðstjórnandi félags sálgreina á Íslandi.

Haukur Ingi Jónasson

Haukur Ingi Jónasson lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 1994 og hefur að auki lokið S.T.M., M.Phil. og Ph.D. prófum frá Union Theological Seminary (Columbia University) í New York. Hann stundaði klínískt nám í sálgæslu (Clinical Pastoral Education) við The Health Care Chaplaincy og Lennox Hill Hospital í New York árin 1997-2001 og lauk klínísku námi í sálgreiningu frá The Harlem Family Institute í New York árið 2001. Haukur Ingi kennir við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands og leiðtoga- og stjórnunarfræði í meistaranámi í verkefnastjórnun (Master of Project Management) við sömu deild. Hann starfar jafnframt sem fyrirlesari, sálgreinir og ráðgjafi hjá Nordica ráðgjöf ehf.

Haukur Ingi er meðstjórnandi félags sálgreina á Íslandi.

Hrafn Óli Sigurðsson

Hrafn Óli Sigurðsson útskrifaðist frá Hjúkrunarfræðideild HÍ (1984), lauk meistara- (1991) og doktorsprófi (1999) sem sérfræðingur í hjúkrun og hjúkrunarkennari frá Adelphi University, Garden City, New York. Hrafn Óli lauk námi og þjálfun í sálgreiningu frá Training Institute for Mental Health, New York, (2008), og hópmeðferð (2014). Hann lauk framhaldsnámi sérfræðings í geðhjúkrun (Nurse Practitioner) frá Hunter-Bellevue School of Nursing, Hunter College, New York, (2011), og sérhæfingu í Integrative Harm Reduction Psychotherapy frá Center for Optimal Living, New York, (2018).
Á Íslandi starfaði Hrafn Óli við hjúkrun, hjúkrunarstjórnun og kennslu við Borgarspítalann, Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalann, og var lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ. í Bandaríkjunum hefur hann starfað við Hospital for Special Surgery og Memorial Sloan Kettering Cancer Center, New York og var aðjúnkt í sérfræðingsnámi í geðhjúkrun við Hunter-Bellevue School of Nursing, Hunter College, New York. Hann hefur jafnframt starfað á eigin stofu í New York frá 2008. Hrafn Óli starfar nú við Lincoln Medical and Mental Health Center, Bronx, New York, í ráðgefandi teymi fyrir fólk með vandamál vegna vímuefnamisnotkunar (Consult for Addiction and Care and Treatment in Hospitals).

Sigrún Proppé

Sigrún Proppé stundaði myndlistarnám í Svíþjóð í byrjun áttunda áratugarins. Lauk BA í pedagogik frá Stockholms Universitet og síðan námi í listmeðferð. Starfaði sem listmeðferðarfræðingur í Svíþjóð og á Dagdeild Geðdeildar Borgarspítalans 1982-1990. Stundaði nám í sálgreiningu í Stokkhólmi 1992-2000. Lauk réttindaprófi í sálgreiningu frá Karolinska Institutet 2000 og fékk þá löggildingu og starfsleyfi sænska landlæknisembættisins (Socialstyrelsen). Rak eigin meðferðarstofu í Stokkhólmi 2000-2009, samhliða margskonar störfum og verkefnum sem sálgreinir. Starfað við kennslu og fyrirlestrahald í faginu, kynnti sér handleiðslufræði og handleiddi sálgreina, terapista og aðra faghópa innan heilbrigðis- og meðferðarsviðsins. Sigrún er búsett erlendis.

Sigurjón Björnsson

Sigurjón Björnsson varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1949. Hann lauk Licence-es-lettres prófi frá Sorbonne Háskóla í París árið 1953 með sálarfræði sem aðalgrein. Hann stundaði sérnám í klínískri sálarfræði, sállækningum barna og sálgreiningu við háskólaklíníkið við Kaupmannarhafnarháskóla og hjá Psychoanalytisk Selskap í Kaupmannahöfn 1955-1960. Hann hefur verið félagi í International Association of Psychoanalysis frá árinu 1960. Sigurjón var forstöðumaður Geðvendardeildar barna á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur árin 1960-1967 og prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands 1971-1994. Hann var sjálfstætt starfandi klínískur sálfræðingur og sálgreinir á árunum 1960-1999. Sigurjón hefur skrifað nokkrar bækur um sálarfræði, sálgreiningu og önnur efni og hefur verið mikilvirkur þýðandi á höfundarverki Sigmundar Freuds. Hefur skrifað fjöldamargar greinar um sálfræðileg og uppeldisfræðileg efni á innlendum og erlendum vettvangi.

Sæunn Kjartansdóttir

Sæunn Kjartansdóttir er stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina og útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands 1979. Lauk réttindaprófi í sálgreiningu frá Arbours Association í London 1992. Hjúkrunarfræðingur á Borgarspítala og geðdeildum Kleppsspítala og Landspítala 1979-1987. Hjúkrunarfræðingur og sálgreinir á Dagdeild geðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur 1992-2000. Ráðgjafi á Neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur 1993-1998 og síðar handleiðari hjúkrunarfræðinga og lækna NM. Sálgreinir á eigin meðferðarstofu frá 1992. Önnur störf: Formaður Hjúkrunarráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur 1997 - 1999. Stundakennari við HÍ frá 1994. Einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna.
Ritstörf: Bækurnar; Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skilningi 1999. Árin sem enginn man. Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna 2009. Fyrstu 1000 dagarnir. Barn verður til 2015. Fyrirlestrar og greinar í dagblöðum og tímaritum um sýn sálgreiningar á hegðun og líðan fólks, svo og viðtöl á ljósvakamiðlum.

Sæunn er formaður félags sálgreina á Íslandi.