Menntun sálgreina

Að skilningi Félags sálgreina á Íslandi getur aðeins sá / sú kallað sig sálgreini (sálgreinanda / sálkönnuð) sem lokið hefur klínísku meðferðarnámi í sálgreiningu frá viðurkenndri menntastofnun samkvæmt skilningi fagráðs félagsins. Meðferðarnám skal samsvara meistarastigi hið minnsta og vera viðurkennt í viðkomandi landi. Slíkt nám felur að lágmarki í sér eftirfarandi:

 1. 300 tíma í persónulegri sálgreiningarmeðferð hjá viðurkenndum sálgreini.
 2. 50 tíma í handleiðslu á meðferð eins skjólstæðings hjá sálgreini.
 3. Að auki 100 tíma af handleiðslu, þar af skulu 50 tímar vera með öðrum sálgreini en þeim fyrsta. Handleiðari skal vera sálgreinir og hafa minnst fimm ára starfsreynslu. Handleiðari má ekki annast persónulega sálgreiningarmeðferð viðkomandi.
 4. 300 tímar af klínískri meðferðarvinnu undir handleiðslu.
 5. Námsefni sem lokið er skal fela í sér sambærilegt námsefni og krafist er í meistaranámi í geðheilbrigðisfræðum (60 námseiningar hið minnsta). Námsefni skal fela í sér (en ekki takmarkast við):
  1. Grundvallarkenningar í sálgreiningu. Klassísk kenning (e. classical theory), Analýtísk sálfræði (e. analytical psycholgy), Viðfangstengsla kenningar (e. object relations theory), Sjálfs-sálfræðikenningar (e. self-psychology), ofl.
  2. Þroskasálarfræði og sálgreiningarkenningar um þróun persónuleikans.
  3. Áhrif félagslegs umhverfis og menningar á mótun einstaklingsins.
  4. Klíníska aðferðafræði, þ.m.t.:
   1. Vinnu með hugrenningatengsl (e. free associations).
   2. Greiningu á mótstöðu (e. resistance) og varnarháttum (e. defence mechanisms).
   3. Greiningu á yfirfærslu (e. transference) og gagnyfirfærslu (e. countertransference).
   4. Vinnu með drauma, táknmyndun og táknferli.
   5. Vinnu með hluttekningu og meðferðartengsl.
  5. Námskeið þar sem tilfelli eru rædd í ljósi sálgreiningakenninga og klínískrar meðferðarvinnu.
  6. Kenningar um hópmeðferð (e. group therapy) og hópaflsfræði (e. group dynamics).
  7. Geðsjúkdómafræði (e. psychopathology) og geðgreiningu (e. psychodiagnosis).
  8. Aðferðafræði rannsókna í sálgreiningu.
  9. Siðfræði.